fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Fjórir leikmenn Man City möguleg vitni í nauðgunarmáli Mendy

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir núverandi leikmenn Manchester City gætu verið vitni í nauðgunarmáli varnarmannsins Benjamin Mendy.

Frá þessu er greint í kvöld en leikmennirnir sem um ræðir eru þeir Jack Grealish, Kyle Walker, Riyad Mahrez og John Stones.

Annar fyrrum leikmaður Man City er einnig nefndur sem mögulegt vitni en það er Raheem Sterling sem spilar með Chelsea í dag.

Mendy var handtekinn í ágúst á síðasta ári en hann er ákærður fyrir átta nauðganir en neitar fyrir þær allar.

Atvikin eiga að hafa átt sér stað á milli október 2018 og ágúst 2021 og á hann að hafa brotið á sjö konum.

Mendy mætti fyrir rétt síðasta miðvikudag en hann var settur í bann af Man City um leið og kærurnar bárust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“

Williams dreymir um að spila á Old Trafford: ,,Allir ungir leikmenn vilja spila þar“
433Sport
Í gær

England: Liverpool einum sigri frá titlinum

England: Liverpool einum sigri frá titlinum
433Sport
Í gær

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stefán Gísli keyptur til Vals

Stefán Gísli keyptur til Vals