fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Hallgrímur segir menn fyrir norðan ekki sátta- Hefur heyrt sögur af atviki degi eftir leik

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 18:03

Sveinn Arnarsson, knattspyrnudómari og Arnar Grétarsson, þjálfari KA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA mætti í viðtal til RÚV fyrir leik KA og Ægis í Mjólkurbikarnum í kvöld og var þar spurður út í leikbann Arnars Grétarssonar sem var í gær dæmdur í fimm leikja bann í kjölfar leiks KA og KR í Bestu deildinni á dögunum. Þess ber að geta að Arnar byrjar ekki að taka út leikbann sitt í kvöld, hann er því á hliðarlínunni í leik KA og Ægis.

Hallgrímur sagði að menn fyrir norðan séu ekki ánægðir með lengd bannsins sem Arnar fékk en hann kallaði Svein Arnarsson, fjórða dómara leiksins „fokking fávita“ og þá segist Fotbolti.net hafa heimildir fyrir því að leið Arnars og Sveins hafi legið saman degi eftir leik þar sem Arnar hafi „veist að“ Sveini.

,,Við erum ekki ánægðir með bannið,“ sagði Hallgrímur í samtali við RÚV. ,,Mér finnst þetta langt bann og KA ætlar að áfrýja því banni. Við erum ekki sáttir en sjáum hvernig fer.“

Aðspurður að því hvort hann viti hvort bannið tengist eingöngu leiknum sjálfum eða einnig atviki daginn eftir leik hafði Hallgrímur þetta að segja:

,,Ég er ekki með neitt staðfest en ég hef heyrt sögur af báðu. Ég held það sé best að KSÍ útskýri það eða KA þegar að því kemur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot um Trent: ,,Fyrirsögnin ætti að vera að hann hafi skorað mark“

Slot um Trent: ,,Fyrirsögnin ætti að vera að hann hafi skorað mark“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hefði viljað fleiri tækifæri í byrjunarliði Arsenal á sínum tíma

Hefði viljað fleiri tækifæri í byrjunarliði Arsenal á sínum tíma
433Sport
Í gær

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Í gær

Alonso svarar fyrir sögusagnirnar um Real Madrid

Alonso svarar fyrir sögusagnirnar um Real Madrid
433Sport
Í gær

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson