fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Tekur á sig aðra launalækkun til að hjálpa félaginu

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 18:36

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gerard Pique, leikmaður Barcelona, mun taka á sig aðra launalækkun áður en tímabilið á Spáni hefst.

Barcelona er í vandræðum með að skrá leikmenn til leiks fyrir nýtt tímabil en liðið verður að fara eftir reglum spænsku deildarinnar.

Barcelona byrjar tímabilið gegn Rayo Vallecano á laugardag en gæti þar verið án leikmanna á borð við Raphinha og Robert Lewandowski sem komu í sumar.

Samkvæmt Athletic ætlar Pique að samþykkja aðra launalækkun á Nou Camp til að hjálpa félaginu í að fara eftir reglum deildarinnar.

Pique mun enn verða samningsbundinn til ársins 2024 en hann hafði nú þegar sætt sig við launalækkun er fjárhagsvandræði liðsins komu upp á yfirborðið.

Pique elskar Barcelona og það sem félagið stendur fyrir og hefur leikið þar frá árinu 2008 og er einnig uppalinn hjá spænsku risunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Liverpool einum sigri frá titlinum

England: Liverpool einum sigri frá titlinum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar sér stóra hluti með nýju fyrirtæki sem selur áfengi

Ætlar sér stóra hluti með nýju fyrirtæki sem selur áfengi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“
433Sport
Í gær

Verðmiði Newcastle hefur engin áhrif á Liverpool – Borga meira en 120 milljónir ef þess þar

Verðmiði Newcastle hefur engin áhrif á Liverpool – Borga meira en 120 milljónir ef þess þar