fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Birta fjölda SMS skilaboða sem Giggs sendi á kærustuna – „Ég lofa, ekki fleiri nektarmyndir“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annar dagur í réttarhöldum yfirr knattspyrnugoðsögninni Ryan Giggs er nú í gangi.

Þessi fyrrum leikmaður Manchester United er sakaður um að ofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni og að hafa ráðist á systur hennar. Líkamlega ofbeldið sem um ræðir er sagt hafa átt sér stað árið 2020. Þá er Giggs sakaður um að beita Kate Greville, fyrrverandi kærustu sína, andlegu ofbeldi á árunum 2017-2020.

Réttarhöldin fóru af stað í gær. Munu þau standa yfir næstu tíu daga. Þau fara fram í Manchester. Verði Giggs dæmdur sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm.

Peter Wright, saksóknari, segir Giggs búa yfir „vondri hlið.“ Hann segir að Giggs hafi verið frábær knattspyrnumaður en að utan vallar sé sagan önnur. Wright segir að Giggs hafi beitt bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi og að hann hafi nýtt sér veikleika Greville til að upphefja sjálfan sig

Í upphafi dagsins í dag las Wright upp nokkur SMS skilaboð sem Giggs sendi á Kate á meðan samband þeirra var í gangi.

SMS Skilaboð sem Giggs sendi á Kate:

„Ekki blokka mig lengur, þetta er algjörlega ömurlegt.“

„Ég lofa, ekki fleiri nektar myndir.“

„Aðeins vond hræðileg tík gerir svona. Þetta er ótrúlegt, nú ég lít út fyrir að vera algjört fífl. Ég sagði þremur vinum mínum að ég væri að fara til Skotland, ég trúi þér ekki. Ég óttast sjálfan mig því ég gæti gert hvað sem er núna.“

„Ég hata þig í raun og veru og það sem þú hefur gert við mig í dag. HATA, HATA, HATA.“

Sjálfur viðurkennir Giggs að hafa smávægilega eða óvart meitt Greville líkamlega en að það hafi ekki verið nálægt því að vera af glæpsamlegum toga. Verjandi Giggs segir hann vera fórnarlambið og að ásakanir á hendur honum séu byggðar á andlegu ofbeldi ýkjum og lygum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Liverpool einum sigri frá titlinum

England: Liverpool einum sigri frá titlinum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð

Alls ekki í forgangi hjá United að finna nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætlar sér stóra hluti með nýju fyrirtæki sem selur áfengi

Ætlar sér stóra hluti með nýju fyrirtæki sem selur áfengi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni

Þrír óvæntir á óskalistanum fyrir sumarið – Einn að falla úr úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“

Fögnuðu markinu allt of mikið gegn Manchester United – ,,Leikurinn var ekki búinn“
433Sport
Í gær

Verðmiði Newcastle hefur engin áhrif á Liverpool – Borga meira en 120 milljónir ef þess þar

Verðmiði Newcastle hefur engin áhrif á Liverpool – Borga meira en 120 milljónir ef þess þar