Erling Haaland skoraði tvö mörk fyrir Manchester City í dag sem vann West Ham 2-0 í ensku úrvalsdeildinni.
Haaland byrjar virkilega vel á Englandi en hann kom til Man City frá Dortmund í sumar.
Eftir leikinn gerðist ansi skondið atvik er Haaland ræddi við Geoff Shreeves, fréttamann Sky Sports.
Haaland blótaði fyrst einu sinni í viðtalinu sem varð til þess að Shreeves sagði honum að passa tunguna.
Haaland baðst afsökunar og blótaði svo óvart strax aftur í kjölfarið og fóru þeir félagar að hlæja.
Þetta má sjá hér fyrir neðan.
Haaland says „it’s a bit shit“ that he didn’t score a hat-trick vs West Ham. Gets told to watch the swearing.
„Ah, sorry, shit“ he replies. pic.twitter.com/TNQjLY0i1U— Euan McTear (@emctear) August 7, 2022