fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
433Sport

Reynir Bergmann drullar yfir Manchester United með nýju húðflúri – „Helvítis hvatvísin kom þessu beint á rassgatið á mér“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 23:42

Húðflúrið umtalaða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úrvalsdeildin hefst með pompi og prakt á morgun og ljóst er að áhugamenn um enska boltann eru orðnir ansi spenntir. Enginn er sennilega þó spenntari en athafnamaðurinn Reynir Bergmann sem fékk útrás fyrir hana með einu rosalegasta húðflúri seinni tíma. Reynir er gallharður stuðningsmaður Liverpool og hefur eins og margir þeirra lítið álit á erkifjendunum í Manchester United.

Reynir fékk sér því húðflúr á rasskinnina/lærið þar sem sjá má einfalda fígúru ganga örna sinna og er afraksturinn yfirlýsingin „Ég hata Manchester United.“

Óhætt er að gera ráð fyrir því að skiptar skoðanir verði um ágæti húðflúrsins og sjálfur virðist Reynir vera enn á báðum áttum.

„Helvítis hvatvísin kom þessu beint á rassgatið á mér,“ skrifar kappinn á Facebook-síðu sinni. Vinur hans bendir honum þó á að hvað sem öðru líður þá sé hann hér eftir með „Man Utd“ á rassinum á sér þó vissulega sé það umkringt skít!

 

Reynir sýnir húðflúrið rosalega
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt

Kolbrjálaðir Blikar gómaðir heima hjá Gylfa að mála grindverkið grænt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar

Taldar ágætis líkur á því að United reyni að fá De Gea í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði

Skoða það að reka Nistelrooy og eru með mann á blaði