Aurelio De Laurentiis, forseti ítalska félagsins Napoli, er aldrei hræddur við að segja hvað honum finnst.
Nú segir De Laurentiis að hann vilji ekki fá afríska leikmenn til Napoli hér eftir, nema þá með einu skilyrði.
Hann er orðinn pirraður á því að missa leikmenn í Afríkukeppni landsliða, sem reglulega er haldin yfir háveturinn, á miðju tímabili félagsliða í Evrópu.
,,Ekki tala við mig um afríska leikmenn lengur,“ segir De Laurentiis.
,,Ég elska þá, en þá þurfa þeir að skrifa undir samning sem staðfestir að þeir ætli ekki að taka þátt í Afríkukeppninni.“
,,Við erum fíflin sem borga launin þeirra og sendum þá út um allan heim að spila fyrir aðra.“