fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Neitar að Mbappe hafi látið reka hann

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio Pochettino neitar því að Kylian Mbappe hafi látið reka hann hjá Paris Saint-Germain eftir breytingar í sumar.

Það var mikið talað um það að Mbappe hafi viljað fá Pochettino burt en hann skrifaði sjálfur undir nýjan samning í París og fær nú að ráða mun meiru innan herbúða félagsins.

Christophe Galtier var ráðinn til starfa eftir brottrekstur Pochettino sem er ekki á því máli að Mbappe hafi staðið á bakvið ákvörðunina.

,,Það sem ég held er að PSG hefur gert allt mögulegt til að halda Kylian hjá félaginu og ég verð að vera sammála því,“ sagði Pochettino.

,,Hann er einn besti knattspyrnumaður heims og ég tel að PSG, sem er með fjármagnið til að halda honum, hafi sannfært hann. Ég tel þó ekki að hann standi á bakvið nýja verkefnið sem leysti mig af störfum.“

,,Það er undir þeim sem ráða hjá félaginu komið, að þessu sinni forsetanum sem taldi að ný byrjun væri best fyrir liðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson