fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Leið Víkinga að riðlakeppni Sambandsdeildarinnar klár: Gætu mætt Malmö a ný

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 12:13

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var dregið í lokaumferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA þar sem Víkingur Reykjavík var í pottinum. Takist liðinu að bera sigur úr býtum í einvígi sínu í þriðju umferðinni gegn Lech Poznan gæti beðið þeirra leikur gegn Malmö frá Svíþjóð eða F91 Diddeleng frá Lúxemborg.

Víkingar mæta pólska liðinu Lech Poznan í þriðju umferð undankeppninnar í tveimur leikjum og fer sá fyrri fram á Víkingsvelli á fimmtudaginn næstkomandi. Seinni leikur liðana fer fram í Póllandi viku seinna.

Víkingar mættu Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu og tapaði því einvígi með naumum mun. Það yrði því ansi sérstakt myndu liðin mætast á ný í undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Malmö er hins vegar einnig á meðal þátttökuþjóða í undankeppni Evrópudeildarinnar og á þar einvígi gegn Sivasspor. Það gæti því haft áhrif á lokaumferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og bara að bíða og sjá hvernig fer.

Vinni Víkingar einvígi sitt í þriðju umferð sem og í lokaumferðinni er sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar gulltryggt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið