fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Tíðindi úr Lengjudeildinni – Þorsteinn Aron heim í Selfoss

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 11:28

Mynd: Selfoss

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Selfoss hefur fengið Þorstein Aron Antonsson aftur á láni frá Fulham.

Þorsteinn er aðeins 18 ára gamall. Hann var á láni hjá Stjörnunni fyrri hluta sumars.

Þorsteinn mun halda aftur til Fulham eftir að tímabilinu hér heima lýkur. Selfoss er í sjöunda sæti Lengjudeildar karla með 21 stig.

Yfirlýsing Selfoss
Þorsteinn Aron er kominn heim!

Þorsteinn Aron Antonsson er genginn í raðir Selfoss á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham. Þorsteinn er öllum Selfyssingum kunnugur en hann lék stórt hlutverk í liði Selfoss sem komst upp um deild sumarið 2020. Þorsteinn var lánaður til Stjörnunnar í vetur en er nú mættur aftur í vínrautt.

,,Ég er ánægður með það að vera kominn aftur heim á Selfoss og fá að spila á besta velli landsins. Það eru spennandi hlutir að gerast hérna og ég ætla að gera mitt allra besta til þess að hjálpa liðinu í toppbaráttunni,” sagði Þorsteinn við undirskriftina.

Eftir tímabilið hér heima heldur Þorsteinn síðan aftur út til Englands þar sem hann mun spila með Fulham í vetur.
Velkominn heim Þorsteinn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið