Gemma Owen hafnaði í öðru sæti í úrslitum Love Island-þáttanna, ásamt maka sínum Luca.
Gemma er dóttir Michael Owen, fyrrum knattspyrnumanns. Hann lék fyrir félög eins og Liverpool, Manchester United og Real Madrid á ferlinum.
Michael hefur áður sagt að þátttaka Gemmu í Love Island sé „versta martröð föðurs.“
Hann virðist hins vegar hafa tekið þátttöku 19 ára gömlu dótturinnar í sátt. Á Twitter-reikningi sínum birti hann í gær mynd af sér og Gemmu, þar sem við stóð „hún hefur gert okkur stolt.“
Michael Owen lék á sínum tíma 89 landsleiki fyrir Englands hönd og skoraði í þeim 40 mörk.
She’s done us proud. pic.twitter.com/6TTSspuYko
— Michael Owen (@themichaelowen) August 1, 2022