fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Óskar Hrafn orðaður við Norrköping – Fjöldi Íslendinga hjá félaginu

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vef Fotbollskanalen í Svíþjóð í dag er Óskar Hrafn Þorvalsdsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, orðaður við stjórastöðuna hjá Norrköping í Svíþjóð.

Rikard Norling var rekinn frá Norrköping fyrir tæpum mánuði síðan og er félagið því í þjálfaraleit. Óskar Hrafn Þorvaldsson og Daniel Backstrom, þjálfari Sirius, eru nefndir til sögunnar sem hugsanlegir arftakar Norling.

Óskar Hrafn er á sínu þriðja tímabili með Breiðablik. Liðið er í kjörstöðu til að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil síðan 2010, er á toppi Bestu deildarinnar með 38 stig, níu stigum á undan Víkingi Reykjavík.

Norrköping er í tólfta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar af sextán liðum.

Á mála hjá sænska félaginu eru fyrir Íslendingarnir Arnór Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason, Andri Lucas Guðjohnsen og Jóhannes Bjarnason.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið