Jill Scott, landsliðskona Englands, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni í leik gegn Þýskalandi á sunnudag.
Scott spilaði með Englandi sem vann 2-1 sigur á Þýskalandi í úrslitaleik EM en hún reiddist verulega undir lok leiks eftir tæklingu frá Sydney Lohmann sem leikur með því síðarnefnda.
‘Farðu til fjandans, helvítis fífl,’ eru orðin sem Scott lét falla í garð Lohmann og þurfti BBC að biðjast afsökunar á hennar hegðuin.
Scott sér eftir því að hafa misst sig í hita leiksins og segist einnig hafa beðið Lohmann afsökunar.
,,Ég baðst afsökunar því ég hefði aldrei átt að blóta svona. Ég bað ömmu mína afsökunar,“ sagði Scott.
,,Ég er á móti því að blóta en í hita leiksins þá fannst mér eins og þýski leikmaðurinn hafi skilið svolítið eftir sig.“
,,Hún sagði eitthvað við mig en myndavélararnar náðu því ekki. Ég baðst afsökunar því svona tala ég ekki. Vonandi skilur fólk það því ég vildi bara standa uppi sem sigurvegari og stundum taka tilfinningarnar yfir.“