Darren Bent, fyrrum landsliðsmaður Englands, fékk skilaboð eftir leik Liverpool og Manchester City um helgina.
Þessi skilaboð komu frá sóknarmanninum Adel Taarabt sem spilar með Benfica, fyrrum félagi Darwin Nunez.
Nunez er í dag leikmaður Liverpool en hann gekk í raðir liðsins í sumar frá enmitt Benfica og þekkjast hann og Taarabt vel.
Nunez skoraði í 3-1 sigri Liverpool á Manchester City í Samfélagsskildinum um helgina og þaggaði þar niður í þónokkrum sem töldu hann lenda í vandræðum á Englandi.
,,Það var mikið gagnrýnt hann fyrir tímabilið en þessi snerpa og þessi hreyfing, vá,“ sagði Bent.
,,Þetta er ansi fyndið því þegar hann skoraði þá tíu sekúndum seinna fékk ég skilaboð frá Adel Taarabt sem sagði: ‘Ég sagði þér það vinur, hann mun skora mörk.’
Nunez gerði 34 mörk í 41 leik fyrir Benfica á síðustu leiktíð og efast Taarabt ekki um það að hann verði með svipað markanef á Englandi.
—