Hollenska stórveldið Ajax hefur bannað stuðningsmönnum að koma með skilti inn á leikvang sinn þar sem óskað er eftir treyjum frá leikmönnum.
Það hefur þekkst undanfarin ár að stuðningsmenn, sérstaklega þeir sem eru í yngri kantinum, biðji hetjur sínar um treyjur þeirra eftir leiki. Það verður ekki lengur hægt eftir leiki Ajax.
Ástæðan fyrir þessu er sögð sú að mikill fjöldi skiltanna sem um ræðir hafa orðið til þess að leikmenn geti ekki orðið við óskum nema brots stuðningsmanna. Því sé sanngjarnara að segja skilið við hefðina.
Ajax have banned fans from bringing signs into the Johan Cruyff Arena asking players for their shirts after matches. pic.twitter.com/mzxtOMvKqe
— SPORTbible (@sportbible) August 2, 2022