Aron Einar Gunnarsson spilaði með liði Al Arabi í Katar í dag sem mæti Qatar SC í úrvalsdeildinni.
Aron og félagar voru að spila fyrsta leik tímabilsins og byrja vel á góðum 2-0 sigri.
Aron spilaði að venju allan leikinn fyrir Al Arabi en hann krotaði nýlega undir framlengingu.
Elías Rafn Ólafsson lék þá með Midtjylland sem steinlá gegn Benfica í Meistaradeildinni.
Um var að ræða fyrri leik liðanna í undankeppninni en Benfica vann öruggan 4-1 heimasigur.