Xavi, stjóri Barcelona, veit ekki hvort Frenkie de Jong verði leikmaður liðsins á næsta tímabili.
De Jong er einn umtalaðasti leikmaður heims þessa dagana en hann er á óskalista Manchester United.
Man Utd hefur reynt mikið að fá De Jong í sínar raðir í sumar en án árangurs – Barcelona er talið skulda Hollendingnum töluverð laun sem hann vill fá borguð.
Xavi viðurkennir að það sé ekki víst að De Jong verði áfram en vildi þó ekki staðfesta neitt.
,,Ég veit ekki hvort hann verði hér áfram. Það er enn tími og mikið getur gerst,“ sagði Xavi.
,,Eins og er þá er hann hluti af liðinu eins og aðrir leikmenn. Það að hann hafi spilað í miðverði í sumum leikjum bendir ekki til þess að hann sé að fara.“
,,Ég þarf ekki að gefa nein merki á vellinum, ég get rætt við mína leikmenn.“