Tvö ítölsk félög eru búin að spyrjast fyrir um varnarmanninn Eric Bailly sem spilar með Manchester United.
Enskir miðlar greina frá þessu í dag en Bailly er fáanlegur fyrir rétt verð en hefur sjálfur áhuga á að vera áfram.
AC Milan og Roma hafa áhuga á að fá Bailly í sínar raðir og hafa spurst fyrir um verðmiðann á leikmanninujm.
Bailly hefur ekki beðið um sölu frá Man Utd í sumar en hann vill berjast fyrir sínu sæti undir stjórn Erik ten Hag.
Napoli hafði áður sýnt Bailly áhuga en hann hafði ekki áhuga á að semja þar og er ákveðinn í að sanna sig á Old Trafford.
Man Utd hefur bætt við sig varnarmanni í sumar en Lisandro Martinez kom frá Ajax fyrir 46 milljónir punda.