Viðar Örn Kjartansson er kominn með nýtt lið en hann hefur spilað víðs vegar um heiminn á sínum ferli.
Viðar var síðast á mála hjá Valerenga í Noregi en hann lék með liðinu frá árinu 2020 eftir að hafa komið frá Rússlandi.
Viðar er 32 ára gamall framherji og á að baki 32 landsleiki fyrir Ísland en honum var frjálst að semja við nýtt félag í sumar.
Viðars er mættur til Grikklands og skrifar hann undir hjá Atriomitos í efstu deild þar í landi.
Atromitos hafnaði í 12. sæti grísku deildarinnar síðasta vetur og er nú þegar með tíu útlendinga í sínum röðum.
Viðar hefur ekki spilað í Grikklandi áður en hefur reynt fyrir sér í löndum eins og Kína og Ísrael og gerði það einnig gott í Skandinavíu.
Chris Coleman, fyrrum landsliðsþjálfari Wales, er stjóri Atrimitos en hann tók við liðinu fyrr á þessu ári.