Cristiano Ronaldo var eitt sinn mjög reiður út í fyrrum samherja sinn Gary Neville er þeir áttust við á Spáni.
Ronaldo var þá leikmaður Real Madrid og Neville stjóri Sevilla en þeir voru á sínum tíma samherjar í Manchester United.
Valencia gerði 2-2 jafntefli við Real þetta kvöld en Ronaldo og félagar fengu lítið að spila fótbolta vegna ástand vallarins á Mestalla.
Neville og hans menn sáu til þess að grasið væri mjög langt og illa slegið fyrir kvöldið sem að lokum borgaði sig.
,,Við gerðum 2-2 jafntefli við Real Madrid og við vorum næstum búnir að vinna þetta seint, þetta var magnað kvöld,“ sagði Neville.
,,Rafa Benitez var stjóri Madríd á þessum tíma og þetta var hans síðasti leikur áður en hann var rekinn. Það sem ég man mest eftir var okkar leikplan að hafa gras vallarins mjög langt.“
,,Við vökvuðum ekki völlinn svo boltinn myndi ekki ferðast fljótt, í von um að stöðva Cristiano Ronaldo og Gareth Bale.“
,,Cristiano kom að mér fyrir leik og sagði að þetta væri til skammar, að við ættum að slá grasið. Ég harðneitaði að gera það. Það var ekki séns að hann gæti hlaupið með boltann þetta kvöld.“