Liverpool verður á næstu dögum rannsakað af enska knattspyrnusambandinu eftir leik við Manchester City á laugardag.
Liverpool fagnaði sigri í Samfélagsskildinum á laugardag er liðið vann Manchester City með þremur mörkum gegn einu.
Enska knattspyrnusambandið rannsakar nú hegðun stuðningsmanna Liverpool sem notuðust við blys og reyksprengjur í stúkunni.
Í beinni útsendingu mátti sjá mikinn reyk koma frá hluta af stuðningsmönnum Liverpool sem voru æstir eftir flotta frammistöðu sinna manna.
Enska knattspyrnusambandið mun taka harðar á svona málum í vetur og verður stranglega bannað að notast við blys á leikdögum.