Nice í Frakklandi er búið að staðfesta komu miðjumannsins reynda Aaron Ramsey frá Juventus.
Ramsey kemur til Nice á frjálsri sölu en hann kom upphaflega til Juventus fyrir þremur árum frá Arsenal.
Ramsey stóðst ekki væntingar hjá Juventus en meiðsli settu töluvert strik í reikning hans.
Welski landsliðsmaðurinn er 31 árs gamall og vonast til að haldast heill í vetur til að ná HM í Katar.
Ramsey gerir tveggja ára samning við Nice sem hafnaði í fimmta sæti frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð.