Nú styttist í að enska úrvalsdeildin fari af stað á ný en fyrsta umferðin verður spiluð á laugardaginn.
Eins og vanalega hefur ofurtölvan fræga spáð í spilin og samkvæmt henni verður Manchester City á næsta ári.
Ofurtölvan spáir því að Man City endi með 85 stig á toppi deildarinnar og að Liverpool verði í því öðru með 80 stig.
Chelsea og Tottenham munu einnig komast í Meistaradeildina og mun Arsenal enda fyrir ofan Manchester United.
Tölvan hefur enga trú á Man Utd fyrir tímabilið og gefur liðinu eitt prósent líkur á að vinna deildina og 18 prósent á að ná Meistaradeildarsæti.
Allir nýliðarnir munu þá falla samkvæmt þessum útreikningum eða Fulham, Bournemouth og Nottingham Forest.