Jose Mourinho náði fram hefndum gegn Tottenham á laugardag er hans menn frá Roma spiluðu við liðið í Ísrael.
Mourinho er 59 ára gamall stjóri en hann var hjá Tottenham frá 2019 til 2021 áður en hann var rekinn.
Mourinho var ráðinn til Roma á síðasta ári og hefur náð að styrkja liðið vel í sumar og þá sérstaklega með komu Paulo Dybala frá Juventus.
Roma hafði betur 1-0 í leik gegn Tottenham í Ísrael en Roger Ibanez skoraði eina mark leiksins.
Leikurinn var heilt yfir mjög fjörugur og var hiti á meðal manna enda stutt í að stærstu deildir Evrópu fari af stað á ný.