Everton er að fá gríðarlegan liðsstyrk fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni sem hefst á laugardaginn.
Blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano staðfestir þessar fréttir en Idrissa Gana Gueye er á leið aftur til félagsins.
Gueye er fyrrum leikmaður Everton en hann lék með liðinu frá 2016 til 2019 við mjög góðan orðstír.
Paris Saint-Germain ákvað að kaupa leikmanninn á 30 milljónir punda og lék hann 74 deildarleiki á þremur árum.
Gueye er hins vegar ekki fyrsti maður á blað í París og er vel opinn fyrir því að koma aftur til Englands.
Viðræðurnar hófust á fimmtudaginn og samkvæmt Romano er Everton ekki langt frá því að tryggja sér þennan 32 ára gamla leikmann.