Hinn efnilegi Zidane Iqbal verður ekki lánaður frá Manchester United í sumar samkvæmt frétt Daily Mail.
Zidane skrifaði nýlega undir langtímasamning við Man Utd og hefur staðið sig vel á undirbúningstímabilinu.
Búist var við að þessi 19 ára gamli leikmaður myndi fara annað til að fá frekari spilatíma en það verður víst ekki raunin.
Erik ten Hag, stjóri Man Utd, er gríðarlega hrifinn af þessum efnilega leikmanni og vill fylgjast með honum í vetur.
Zidane hefur spilað fyrir landslið Íran þrátt fyrir ungan aldur og gæti vel komið við sögu í leikjum Man Utd í vetur.