Alexis Sanchez, leikmaður Inter Milan, gæti verið á leið í franska boltann í fyrsta sinn á ferlinum.
Frá þessu greina ýmsir miðlar en Inter er reiðubúið að leyfa Sanchez að fara í sumar.
Samkvæmt mörgum miðlum gæti Sanchez endað hjá Marseille en metnaðurinn þar á bæ er mikill fyrir næsta tímabil.
Sanchez er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona og Arsenal en gekk einnig í raðir Manchester United árið 2018 þar sem hlutirnir gengu ekki upp.
Sanchez er orðinn 33 ára gamall og hefur Inter ekki áhuga á að nota hann næsta vetur en hann hefur ekki heillað marga á San Siro.