Gjörsamlega fáránleg atvik áttu sér stað í leik Godoy Cruz og Velez Sarsfield í Argentínu í gær.
Þessi leikur hefur verið á milli tannana á fólki eftir hegðun bæði markmanns Velez sem og þjálfara liðsins.
Liðin áttust við í argentínsku úrvalsdeildinni en honum lauk með 1-1 jafntefli sem er í raun fáránlegt.
Godoy Cruz átti aldrei að skora mark í þessum leik en markmaður Velez bauð upp á ótrúlegan sirkus í eigin vítateig.
Eftir þau mistök missti stjóri Velez hausinn og fékk rautt spjald fyrir að fella leikmann Godoy Cruz við hliðarlínuna.
Myndböndin hér fyrir neðan tala sínu máli.
Vélez Sarsfield manager Alexander Medina was sent off against Godoy Cruz last night after he fouled an opposition player… 😅pic.twitter.com/CfMvOMkjiA
— SPORTbible (@sportbible) July 30, 2022
🇦🇷😅 Que trapalhada do goleiro Hoyos, Pier Barrios aproveitou e abriu o placar para o Godoy Cruz contra o Vélez.
— Futebol Sul-americano (@futsulamerica_) July 29, 2022