Arsenal er komið með sinn eigin Virgil van Dijk segir fyrrum sóknarmaður liðsins Kevin Campbell.
William Saliba mun líklega spila með Arsenal í vetur en hann spilaði með Marseille í láni síðasta vetur og stóð sig mjög vel.
Van Dijk er einn besti ef ekki besti varnarmaður deildarinnar og væri það óskandi fyrir Arsenal ef orð Campbell reynast rétt.
,,Ef Virgil van Dijk er Rolls Royce þá er Saliba Bentley. Hann er aldrei stressaður og sendingargeta hans er mun betri en fólk vill viðurkenna,“ sagði Campbell.
,,Hann er sniðugur, fljótur, sterkur og kraftmikill og gerir ekki mistök. Ég held að hann hafi þurft þetta auka ár hjá Marseille.“
,,Það hefur gert mikið fyrir hans sjálfstraust, nú þegar þú sérð hann hjá Arsenal lítur hann út fyrir að vera þroskaður leikmaður.“