Leikmenn Manchester City hafa fengið mikla gagnrýni á samskiptamiðlum sem og annars staðar eftir leik gegn Liverpool í gær.
Leikið var um Samfélagsskjöldinn á Englandi en Liverpool hafði betur í leiknum 3-1.
ITV greindi frá því eftir leik að leikmenn Man City hafi neitað að taka við silfurverðlaununum eftir leik og héldu frekar inn í klefa.
,,Þetta þýðir eitthvað þegar þeir vinna en ekki þegar þeir tapa. Glataður klúbbur,“ skrifar einn stuðningsmaður og taka margir undir þessi orð.
Aðrir benda á að um æfingaleik sé að ræða en Liverpool fékk að taka á móti gullverðlaununum að þessu sinni.
Margir eru á því máli að Man City sé að sýna þessari keppni mikla óvirðingu en þarna eigast við bikarmeistarar og Englandsmeistarar síðasta tímabils.