Joan Laporta, forseti Barcelona, neitar að útiloka það að félagið gæti reynt að fá Cristiano Ronaldo frá Manchester United í sumar.
Ronaldo var um tíma orðaður við Börsunga en spænska félagið ákvað að fá til sín Robert Lewandowski frá Bayern Munchen og var hann skotmark númer eitt.
Laporta neitaði að útiloka að félagið myndi opna fyrir komu Ronaldo síðar í sumar en segir að hann hafi aldrei verið efstur á óskalistanum.
,,Samband okkar við Jorge Mendes er mjög gott. Ég hef þekkt hann lengi og hann er einn af bestu umboðsmönnunum,“ sagði Laporta.
,,Hann veit hvernig á að sinna sínu starfi og ég virði hann. Við ákváðum að fara í Lewandowski og vissum að hann myndi spila stórt hlutverk í okkar árangri. Við fórum frekar til Bayern Munchen og það er raunveruleikinn.“
,,Sagan um Ronaldo er bara hluti af fótboltanum. Þetta er mjög góð saga en þú munt alltaf heyra eitthvað um þetta.“