England 2 – 1 Þýskaland
1-0 Ella Toone(’62)
1-1 Lina Magull(’79)
2-1 Chloe Kelly(‘111)
Fótboltinn kom loksins heim í kvöld þegar að England og Þýskaland áttust við í úrslitaleik EM kvenna.
England var heimalið keppninnar sem hefur verið stórskemmtileg í sumar og mætti virkilega sterku liði Þýskalands.
England komst yfir í kvöld með marki frá Ella Toone á 62. mínútu og varð allt vitlaust á Wembley í kjölfarið.
Þýskaland jafnaði metin þegar 11 mínútur voru eftir er Lina Magull skoraði til að tryggja liðinu framlengingu.
Í framlengingunni skoraði Chloe Kelly eina markið fyrir heimaliðið sem hefur betur 2-1 og gerir betur en karlaliðið sem tapaði í úrslitum EM gegn Ítölum.
Þýskaland spilaði leikinn án lykilmanns en Alexandra Popp er fyrirliði liðsins og meiddist í upphitun sem hjálpaði ekki til.
Tæplega 90 þúsund áhorfendur voru mættir til að sjá England fagna sigri í mótinu.