Fótboltinn mun deyja þegar Zlatan Ibrahimovic leggur skóna á hilluna en eins og venjulega er Svíinn stóri og stæðilegi auðmjúkur.
Zlatan er enn að fertugur að aldri en hann leikur með AC Milan og mun spila þar út næsta tímabil.
AC Milan varð Ítalíumeistari á síðasta tímabili þar sem Zlatan spilaði minna hlutverk en venjulega og var það einnig vegna meiðsla.
Zlatan svaraði stuðningsmanni Milan á Instagram síðu sinni í gær er hann var spurður út í það hvenær hann myndi leggja skóna á hilluna.
,,Aldrei. Ef ég hætti þá deyr fótboltinn,“ svaraði Zlatan sem hefur alltaf verið ansi kokhraustur.
Hann hefur átt ótrúlegan feril og spilað með liðum eins og AC Milan, Inter Milan, Barcelona, Manchester United og PSG.