Fabrizio Romano hefur greint frá því að það sé vilji sóknarmannsins Antony að ganga í raðir Manchester United í sumar.
Romano segir að leikmaðurinn vilji fara í ensku úrvalsdeildina en hann leikur með Ajax í Hollandi.
Man Utd hefur verið orðað við Antony í allt sumar en Romano greinir einnig frá því að það sé enn langt í land í að liðin nái samkomulagi.
Leikmaðurinn og umboðsmenn hans eru að bíða eftr svari frá hollenska félaginu um hvort það sé möguleiki að hann verði seldur í sumar.
Antony vill sjálfur leika annars staðar í vetur og spila fyrir Erik ten Hag sem var áður stjóri Ajax og er í dag hjá Man Utd.
,,Það er draumur Antony að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ bætir Romano við en Ajax vill fá 80 milljónir evra sem er of hár verðmiði fyrir ensku risana.