Arsenal hefur staðfest það að Martin Ödegaard sé nýr fyrirliði liðsins og tekur við bandinu af Alexandre Lacazette.
Þetta kom fram í tilkynningu Arsenal í gær en hann hefur leikið með Arsenal síðan í janúar árið 2021.
Norðmaðurinn kom upphaflega á láni frá Real Madrid áður en Arsenal festi endanleg kap á leikmanninum.
Ödegaard er 23 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður og hefur skorað níu mörk í 60 leikjum fyrir Arsenal.
Ödegaard er með reynslu af því að vera fyrirliði en hann hefur borið band norska landsliðsins síðan í mars í fyrra.