Kim Min-Jae er líklega vinsælasti leikmaðurinn í herbúðum Napoli í dag en hann gekk nýlega í raðir félagsins.
Þessi 25 ára gamli varnarmaður kom til Napolifrá Fenerbahce í sumar en hann hafði leikið í Tyrklandi í eitt ár.
Eins og gengur og gerist þá þurfti þessi landsliðsmaður Suður-Kóreu að syngja lag eftir að hafa skrifað undir og varð lagið Gangnam Style fyrir valinu.
Gangnam Style er heimsfrægt lag og tröllreið öllu á veraldarvefnum er það var gefið út árið 2012.
Min-Jae bauð upp á ansi skemmtilega útfærslu af þessu lagi fyrir framan alla liðsfélaga sína sem voru gríðarlega ánægðir með metnaðinn sem hann setti í verkefnið.
Sjón er sögu ríkari.
Public Service Announcement 🚨
I think I’ve found my favorite new Napoli player and it’s Kim Min-Jae who replaces Koulibaly and he did Gangnam Style as is initiation song. My CB 🇰🇷
pic.twitter.com/6KvzgEf1WP— Zwë 👑 (@ZwebackHD) July 28, 2022