Unnusta David Sullivan, eiganda West Ham, sprengdi samfélagsmiðla á föstudag er hún birti mjög djarfar myndir af sér á netinu.
Ampika Pickston heitir þessi ágæta kona en hún er 41 árs gömul og hefur starfað í sjónvarpi í Bretlandi.
Greint var frá því september í fyrra að þau væru að hittast en Sullivan er 72 ára gamall og hætti með konu sinni Emma Benton Hughes stuttu áður en að þetta samband hófst.
Sullivan fór á skeljarnar í júlí í fyrra en athygli vakti að hún birti þá mynd af trúlofunarhringnum en eyddi síðar myndinni.
Aldursmunurinn er mikill á milli parsins en Sullivan er mjög þekkt nafn í enskum fótbolta en hann festi kaup á West Ham fyrir 12 árum síðan.
Margir stuðningsmenn enska boltans hafa tjáð sig eftir myndirnar sem Pickston birti en hún lítur glæsilega út eins og má sjá hér fyrir neðan.