Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var óánægður með frammistöðu liðsins í dag gegn Atletico Madrid.
Man Utd tapaði leiknum 1-0 gegn Atletico í dag í hörkuleik þar sem alls átta gul spjöld fóru á loft.
Miðjumaðurinn Fred fékk að líta rautt spjald hjá Man Utd undir lok leiks en Joao Felix skoraði eina mark spænska liðsins.
Ten Hag segir að liðið hafi náð að skapa sér fullt af færum í leiknum en nýtingin var ekki ásættanleg.
,,Að lokum snýst þetta um úrslitin og þau voru ekki góð. Þú þarft að nýta tækifærin ef þú ert að búa þau til,“ sagði Ten Hag.
,,Við sköpuðum mörg færi en gátum ekki skorað eitt mark, ég er ekki ánægður. Ég hef sagt liðinu að þetta sé ekki ásættanlegt.“