Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur staðfest það að félagið hafi ekki boðið Chelsea að kaupa miðjumanninn Frenkie de Jong.
De Jong er nú orðaður við Chelsea eftir að Manchester United hafði sýnt honum áhuga í allt sumar.
De Jong virðist þó ekki vilja ganga í raðir Man Utd og segja ýmsir miðlar að hann vilji frekar semja í London.
Laporta fundaði með Todd Boehly, eiganda Chelsea, á dögunum en félagkaskipti De Jong voru hins vegar ekki rædd.
,,Við buðum Chelsea aldrei að fá De Jong, nei, nei, nei. Við snæddum með Boehly og töluðum um fótbolta,“ sagði Laporta.
,,Boehly er mögnuð manneskja og það eru engin vandamál á milli okkar og Chelsea. Staðreyndin er sú að við vildum nokkra af sömu leikmönnum og þeir.“