Liverpool 3 – 1 Manchester City
1-0 Trent Alexander-Arnold (’21 )
1-1 Julian Alvarez (’70 )
2-1 Mohamed Salah (’83 , víti)
3-1 Darwin Nunez (’90 )
Liverpool byrjar enska tímabilið á titli en liðið spilaði við Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn í dag.
Þeir rauðklæddu komust yfir á 21. mínútu í jöfnum leik þegar Trent Alexander-Arnold átti skot að marki sem endaði í netinu eftir að hafa breytt um stefnu á leið sinni.
Staðan var 1-0 þar til á 70. mínútu er Julian Alvarez, nýr leikmaður Man City, jafnaði metin en hann hafði komið inná sem varamaður.
Ekki löngu seinna fékk Liverpool vítaspyrnu sem dæmd var fyrir hendi innan teigs og úr spyrnunnu skoraði Mo Salah.
Darwin Nunez gulltryggði svo Liverpool sigurinn í blálokin en hann hafði komið inná sem varamaður í sínum fyrsta keppnisleik fyrir liðið.
Lokatölur, 3-1 og byrjar Liverpool á sterkum sigri gegn Englandsmeisturunum