Jurgen Klopp hefur tjáð sig um framherjann Darwin Nunez sem skoraði gegn Manchester City í dag.
Liverpool vann 3-1 sigur á Man City í Samfélagsskildinum og kom Nunez inná sem varamaður og skoraði þriðja mark liðsins.
Nunez var ansi harkalega gagnrýndur í byrjun undirbúningstímabilsins eftir að hafa komið frá Benfica fyrir risaupphæð.
,,Þetta var gott, þetta var mjög gott. Það er augljóst að þetta verður betra með tímanum,“ sagði Klopp.
,,Við lifum í heimi þar sem fólk er í því að dæma leikmenn strax í byrjun og það hjálpar ekki þegar það gerist reglulega.“
,,Þetta er bara grín en við þurfum að lifa með þessu, hann mun taka á þessu frábærlega. Við erum þolinmóðir og vitum að hann getur gert góða hluti.“
,,Markið var rúsínan í pylsuendanum svo ég er mjög ánægður fyrir hans hönd.“