Manchester City verður án lykilmanns í byrjun ensku úrvalsdeildarinnar en þetta hefur Pep Guardiola, stjóri liðsins, staðfest.
Man CIty hefur leik í ensku úrvalsdeildinni þann sjöunda ágúst og leikur þá gegn West Ham á útivelli.
Varnarmaðurinn Aymeric Laporte verður ekki með í þeim leik en hann spilaði meiddur undir lok síðasta tímabils.
Laporte þurfti í kjölfarið að fara í aðgerð á hné og mun ekki taka þátt í verkefnum Man City í ágúst.
Guardiola staðfesti það á blaðamannafundi og vonast eftir því að Laporte snúi aftur í september.