Eiður Smári Guðjohnsen var gestur í Blökastinu á dögunum. Þar var farið yfir víðan völl.
Þessi goðsögn í íslenskum fótbolta var til að mynda spurð út í besta dag ævi sinnar, fyrir utan fæðingu barna sinna. Eiður tók sinn tíma í að hugsa sig um en svaraði svo.
„Þegar ég skoraði með hjólhestaspyrnu með Chelsea á móti Leeds. Ég fékk vímu sem ég hef aldrei kynnst, fyrir utan fæðingu barna minna,“ sagði Eiður Smári, sem gerði garðinn frægan með stórliðum Barcelona og Chelsea á ferlinum.
„Ég hugsaði að mig væri búið að dreyma þetta síðan ég var sex ára og þetta gerðist,“ bætti hann við.
Hér fyrir neðan má sjá markið fræga sem Eiður skoraði gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni árið 2003.