Kristján Óli Sigurðsson, sparkspekingur Þungavigtarinnar, heimtar það að Hólmbert Aron Friðjónsson verði valinn í næsta landsliðshóp Arnars Þórs Viðarssonar.
Þetta segir Kristján í nýjasta hlaðvarpsþætti þáttarins en Hólmbert hefur hingað til ekki verið maður Arnars sem hefur ekki náð neinum frábærum árangri með landsliðið.
Hólmbert spilar með Lilleström í Noregi og átti stórleik í vikunni og skoraði þrennu er liðið komst áfram í Sambandsdeildinni.
Lilleström vann sannfærandi 5-2 sigur á SJK frá Finnlandi þar sem framherjinn stal senunni og skoraði þrjú af þeim mörkum.
Hólmbert var ekki valinn í upprunarlega landsliðshópinn í síðasta verkefni en neitaði síðar að mæta þegar kallið kom.
,,Hólmbert henti í þrennu og ef hann verður ekki valinn í landsliðið þá heimsæki ég Arnar Þór Viðarsson persónulega. Ég ætla bara að heimsækja hann, fá mér bolla og ræða þessi mál,“ sagði Kristján í þættinum sem má nálgast hér.
,,Hann var ekki valinn í upprunarlega hópinn [í síðasta vali] og gaf skít í þetta dæmi eftir að hafa verið kallaður inn því hann átti að vera í upprunarlega hópnum.“
,,Það er spurning hvort Arnar sé eins og fílarnir og muni það að hann hafi neitað að mæta en hann var að spila í Evrópukeppni, þetta var ekki einhver grínleikur í norska bikarnum