Manchester City og Liverpool mætast á morgun og spila um Samfélagsskjöldinn.
City er ríkjandi Englandsmeistari og Liverpool er bikarmeistari.
Þessi lið hafa háð mikla baráttu Englandsmeistaratitlanna síðustu ár og mætast enn einu sinni á morgun.
Leikur morgundagsins hefst klukkan 16. Það verður spilað á King Power-vellinum í Leicester.
Enska götublaðið The Sun valdi sameiginlegt byrjunarlið City og Liverpool fyrir leik morgundagsins. Fimm koma frá Liverpool en sex frá City.
Liðið má sjá hér að neðan.