Leikmaðurinn sem handtekinn var fyrr í þessu mánuði, grunaður um þrjár nauðganir, er Thomas Partey, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal.
Enskir miðlar mega ekki greina frá nafni hans af lagalegum ástæðum. Það hafa miðlar í Afríku hins vegar gert. Mbl.is vekur athygli á þessu.
Partey var handtekinn fyrr í þessum mánuði á heimili sínu í Barnet í Norður-Lundúnum, þaðan sem hann fór í gæsluvarðhald áður en hann var aftur handtekinn, grunaður um tvö brot til viðbótar. Hins vegar hefur verið falli frá einni ásökuninni.
Partey átti að vera laus gegn tryggingu þar til í ágúst en hún hefur verið framlengd þar til í október.
Arsenal ætlar ekki að setja Partey í bann á meðan lögreglurannsókn fer fram.