Jules Kounde er kominn til Barcelona. Félagið hefur staðfest að það hafi náð samkomulagi við Sevilla um kaup á leikmanninum.
Börsungar borga um 50 milljónir evra fyrir Kounde, auk bónusgreiðslna síðar meir.
Kounde er miðvörður sem á ellefu A-landsleiki fyrir Frakkland á bakinu.
Börsungar hafa verið mjög virkir á félagaskiptamarkaðnum í sumar, þrátt fyrir að vera í gífurlegum fjárhagsvandræðum.
Félagið hefur fengið menn eins og Robert Lewandowski og Raphinha nýlega. Fyrr í sumar komu þá þeir Franck Kessie og Andreas Christensen.
Kounde var sterklega orðaður við Chelsea en Barcelona hefur nú unnið kapphlaupið um hann, líkt og gerðist með Raphinha á dögunum.