Manchester United hefur mikinn áhuga á Benjamin Sesko, sóknarmanni RB Salzburg.
Sesko er 19 ára gamall og þykir gífurlegt efni.
Salzburg mætti Liverpool í æfingaleik á dögunum, þar sem Sesko gerði eina markið og stríddi varnarmönnum Liverpool töluvert.
Samkvæmt Manchester Evening News hafa fulltrúar Man Utd hitt umboðsmann Sesko og rætt um hugsanleg félagaskipti leikmannsins á Old Trafford.
Enska úrvalsdeildin hefst eftir viku. Man Utd hefur fengið til sín þá Lisandro Martinez, Christian Eriksen og Tyrell Malacia til liðs við sig í félagaskiptaglugga sumarsins.