fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Forsetinn vill fá Ronaldo aftur

Victor Pálsson
Föstudaginn 29. júlí 2022 21:11

Ronaldo fór illa með Tottenham á síðustu leiktíð. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Javier Tebas, forseti spænsku úrvalsdeildarinnar, vonar það að Cristiano Ronaldo mæti aftur í deildina en hann spilar með Manchester United í dag.

Ronaldo gerði frábæra hluti með Real Madrid á sínum tíma og er í dag orðaður við nágrannana í Atletico Madrid.

Ronaldo vill komast burt frá Man Utd í sumar en hann er 37 ára gamall og vill bæta eigið met í Meistaradeildinni – keppni sem Man Utd spilar ekki í.

Tebas var sár þegar bæði Ronaldo og Lionel Messi yfirgáfu Spán og vonast eftir því að sjá Portúgalann aftur á Spáni.

Tekjur deildarinnar aukast mikið ef svo stór nöfn spila þar í landi og myndi það hjálpa deildinni töluvert ef Ronaldo kemur aftur.

,,Ég væri til í að sjá Cristiano Ronaldo koma aftur í La Liga,“ sagði Tebas í samtali við blaðamenn.

,,Hvort það sé geranlegt fyrir Atletico Madrid veit ég ekki. Þeir þyrftu að losa einhverja leikmenn til að opna fyrir hans komu. Til að fá svona leikmann þá þarftu að búa til svigrúm.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Snýr Mourinho aftur?

Snýr Mourinho aftur?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nafngreina manninn sem skallaði öryggisvörð: Stöðvaður er hann pissaði utandyra – Missti alla stjórn á fimmtugsafmælinu

Nafngreina manninn sem skallaði öryggisvörð: Stöðvaður er hann pissaði utandyra – Missti alla stjórn á fimmtugsafmælinu
433Sport
Í gær

Amorim virðist skjóta á sóknarmenn United – ,,Sé bara einn sem er góður í teignum“

Amorim virðist skjóta á sóknarmenn United – ,,Sé bara einn sem er góður í teignum“
433Sport
Í gær

Steinhissa þegar 100 Spánverjar mættu til landsins – Fylgjast með á vinsælli YouTube síðu

Steinhissa þegar 100 Spánverjar mættu til landsins – Fylgjast með á vinsælli YouTube síðu
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar