fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Voru búnir að semja um áframhaldandi samstarf – Félagið tók U-beygju

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 18:28

Paulo Dybala

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paulo Dybala hefur útskýrt af hverju hann yfirgaf Juventus í sumar en það var ekki hann sem ákvað að fara annað.

Dybala var tjáð að hann ætti enga framtíð fyrir sér í Túrin og fékk ekki nýtt samningstilboð frá félaginu.

Argentínumaðurinn var búinn að samþykkja nýjan samning í október en Juventus tók U-beygju og ákvað að hætta við.

Dybala skrifaði þess vegna undir hjá Roma í sumar og kom til félagsins á frjálsri sölu.

,,Þetta snerist ekki um fjárhagsmál Juventus. Við vorum búnir að ná samkomulagi í október en félagið bað okkur svo um að bíða,“ sagði Dybala.

,,Eftir það þá var mér tjáð að ég væri ekki hluti af þeirra framtíðarplönum. Félagið tók aðra ákvörðun í sameiningu með þjálfaranum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum